Jólamarkaður hjá Skagabyggð í Skagabúð á sunnudaginn
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla	
		
					02.12.2023			
	
		kl. 07.55	
			
	
	
	Það verður Jólamarkaður hjá Skagabyggð í Skagabúð (65°54'16.4"N 20°19'10.0"W) sunnudaginn 3. desember milli kl. 14 og 17. Þar mun Merete vera með kjötafurðirnar frá Hrauni á Skaga eins og t.d. kæfu, ærhakk, grafið ærfillé og tvíreykt hangikjöt og margt fleira. Kofareykta hangikjötið verður svo tilbúið til afhendingar þann 12. desember og hægt verður að smakka og panta það á sunnudaginn á markaðinum. Einnig er hægt að panta í gegnum skilaboð á Facebooksíðunni þeirra Hraun á Skaga Eiderdown. 
Öll hjartanlega velkomin
						
								
			
