Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju í kvöld

MYND. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA
MYND. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA
Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er að venju haldið mánudag í Sæluviku nánar tiltekið í kvöld 29. apríl kl. 20:00.
 
Kirkjukórinn syngur nokkur lög undir stjórn Helgu Rósar Indriðadóttur við undirleikiur er í höndum Rögnvaldar Valbergssonar.
 
Einnig koma fram söngnemendur Helgu Rósar: Áróra Ingibjörg Birgisdóttir frá Valagerði, Jóel Agnarsson frá Stóru-Ökrum, Símon Pétur Borgþórsson frá Hofsvöllum og Stefán Óskar Hólmarsson, Helgustöðum í Unadal.
 
Ræðumaður kvöldsins er Óli Björn Kárason, alþingismaður og Króksari. Aðgangseyrir er 2500 kr. athugið að enginn posi er á staðnum.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir