Nýtt fyrirtæki á sviði vinnustaðaeineltis

Ráðgjafarfyrirtækin Greining & Lausnir og Heilbrigðir stjórnarhættir hafa sameinað starfsemi sína undir nafninu „Officium ráðgjöf“. Fyrirtækið er í eigu Brynju Bragadóttur vinnusálfræðings (PhD) og Hildar Jakobínu Gísladóttur MBA.

Officium sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og leggur áherslu á forvarnir og heilbrigða fyrirtækjamenningu. Þjónustan sem í boði er hjá Officium er m.a fræðsla, námskeið, vinnustofur og markþjálfun (coaching). Markmið Officium er að vera leiðandi á Íslandi á sviði vinnusálfræði og stjórnunar.

Innan skamms verður opnað fyrir skráningu á  vinnustofu fyrir þolendur eineltis sem haldinn verður í september nk. Heimasíða Officium er www.officium.is og fyrirtækið er einnig á Facebook.

Fréttatilkynning

Fleiri fréttir