Spennandi afþreyingardagskrá á Unglingalandsmóti UMFÍ
Bærinn okkar mun iða af lífi um Verslunarmannahelgina þegar 17. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki. Unglingalandsmót er svo miklu meira en keppni og hefur hópur fólks lagt sig fram við það að búa til metnaðarfulla og spennandi afþreyingardagskrá.
Flottur hópur fólks mun sjá um að skemmta okkur en Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur, Latibær, Basic House Effect, bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór, Magni Ásgeirsson, Þórunn Antonía og snillingarnir DJ JoJo mæta á svæðið.
Leiktæki verða á Flæðunum fyrir börnin, sápukúluland og andlitsmálun verður í Landsmótsþorpinu, úti bíó verður við sundlaugina, sögustund barnanna í Húsi frítímans, markaðir, myndlistasýning, zumba fitness, karaoke og margt, margt fleira. Auk þess gefst fólki færi á að kynnast júdó, tennis, bogfimi, parkour og fleiri skemmtilegum íþróttum yfir helgina.
Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi þessa helgi.
Dagskrá mótsins er hægt að finna hér.