Styrktartónleikar í Héðinsminni
Tvennir styrktartónleikar verða haldnir í Héðinsminni á morgun fimmtudagskvöldið 14. júní n.k. kl 20:30 og 23:00. Tónleikarnir eru til styrktar Stefáni Jökli Jónssyni frá Miðhúsum en hann greindist með krabbamein í maí s.l. og er núna í erfiðri lyfjameðferð.
Álftagerðisbræður ásamt Stefáni R. Gíslasyni halda tónleikana og einnig mun Kvenfélag Akrahrepps vera með heitt á könnunni. Miðaverð er kr. 2500.- Miðar fást í Skagfirðingabúð, K.S. Varmahlíð og K.S. Hofsósi.
Allir sem að þessum tónleikum koma gefa vinnu sína og mun allur afrakstur renna beint til Stefáns Jökuls.
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur í Arion banka fyrir Stefán Jökul og fjölskyldu og er reikningsnúmerið 0310-13-820581 og kennitalan 211078-5299.
