Sveitarstjórn Skagafjarðar vill dragnótabannið á ný

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar voru lögð fram drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland. Ákveðið var að senda inn umsögn í samráðsgátt þar sem ítrekuð eru fyrri mótmæli byggðarráðs við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum og þess krafist að tekið verði tillit til þeirra.

Í bókun fundar kemur fram að Stefán Vagn Stefánsson hafi lagt til að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs sem er svohljóðandi: „Sveitarstjórn vill ítreka fyrri mótmæli við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum og þess krafist að tekið verði tillit til þeirra.“ Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir