Sýning á ljósmyndum Stebba Ped á Sæluviku

Við setningu Sæluviku í gær var opnuð sýning á myndum Stefáns B. Pedersen í Safnahúsi Skagfirðinga og verður hún opin á meðan á Sæluviku stendur.

Í tilkynningu á vef Héraðsskjalasafns Skagfirðinga segir. „Árið 2018 afhenti Stebbi Ped, eins og hann var ávallt kallaður, ljósmyndasafn sitt til Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Hér er um stórt safn að ræða enda afrakstur ævistarfs Stebba sem stofnaði ljósmyndastofu á Sauðárkróki árið 1958.“

Fram kemur að sýningin er sett upp í tilefni þess að fyrsti hluti ljósmyndasafnsins er nú aðgengilegur á skráningarvef safnsins. Framundan er svo opinn ljósmyndafundur þar sem við biðlum til almennings að koma og hjálpa okkur að greina ljósmyndirnar hans Stebba.

Fólk er hvatt til að koma við í Safnahúsinu og skoða sýninguna en hún er opin á opnunartíma bókasafnsins.

Hér má nálgast safnið á skráningarvefnum: Stefán B. Pedersen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir