Fyrsta lagið sem Stjáni fílaði í botn var með Sheryl Crow / KRISTJÁN REYNIR
Það er Kristján Reynir Kristjánsson sem spreytir sig á Tón-lystinni í þetta skiptið. Hann er fæddur 1992 og með tónlistina í genunum en foreldrar hans eru Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir og Kristján Kristjánsson. Líkt og hjá gamla þá eru trommurnar hans hljóðfæri. „Ég fæddist á Akureyri og ólst upp í Skagafirðinum. Fjölskyldan flutti suður í nokkur ár, komum aftur norður árið 2007 og hér hef ég verið að mestu leyti síðan þá.“
Skráðu þig inn til að lesa
Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:
Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)
Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.
Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)
Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).
Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)
Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).
Fleiri fréttir
-
Kvennafrídagur 24. okt. 2025 | Sigríður Garðarsdóttir skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 25.10.2025 kl. 16.45 oli@feykir.isÍ gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.Meira -
Kom frá Lúxemborg til að lagfæra leiði Howells í Miklabæjarkirkjugarði
Það er löngu ljóst að í kirkjugörðum landsins hvílir ómissandi fólk. Flest fáum við yfir okkur kross eða legstein að lífsleiðinni lokinni, aðstandendur sinna leiðunum meðan þeirra nýtur við og svo hverfum við flest í gleymskunnar dá undir grænni torfu. En ekki allir. Nú í lok september mætti Serge nokkur Wildhage, mikill Íslandsvinur, alla leið frá Lúxemborg til að rétta af og lagfæra leiði manns sem grafinn var í Miklabæjarkirkjugarði, manns sem hann þekkti ekkert og var ekkert skyldur en tengdist þó á sérstakan hátt.Meira -
Örfáar mínútur í hvíld í marga klukkutíma
Feykir sagði frá því um daginn þegar Þuríður Elín Þórarinsdóttir hljóp sinn allra lengsta bakgarð til þessa, eða hvorki meira né minna en 221,1 km, sem fólk eins og ég og þú eigum pínulítið erfitt með að ná utan um. Þuríður var í fjórða sæti af heildarkeppendum og í öðru sæti kvenna. Fyrir þá sem ekki vita hvað Bakgarðurinn er þá er það hlaup, þar sem farinn er 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari, sem þýðir að Þuríður hljóp í 33 klukkustundir. Hvíldin sem keppandinn fær ræðst af því hvað hann er fljótur að hlaupa hringinn, því alltaf þarf að legga af stað í þann næsta á heila tímanum. Blaðamaður Feykis heyrði í Þuríði aðeins til að taka stöðuna.Meira -
Lítur á sameiningu sem afar vænlegan kost
Feykir sagði frá því í vikunn að íbúafundir sem fóru fram í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í síðustu viku. hafi verið vel sóttir og umræður á þeim fjörugar en til umræðu var möguleg sameining sveitarfélagnna tveggja. Af því tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra.Meira -
Nú fer ég heim að lesa ljóð
„Okkar einstaki samstarfsmaður til margra áratuga, Guðrún Sighvatsdóttir, sem við öll þekkjum sem Gurru, lætur af störfum í dag eftir meira en þrjátíu ára viðveru á skrifstofu FISK Seafood. Og hún velur daginn af vandvirkni. Í fyrsta lagi er þetta 65. afmælisdagurinn hennar og í öðru lagi leggur hún niður störf á 50 ára afmælisdegi kvennafrídagsins,“ segir í kveðju sem Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri FISK Seafood skrifar fyrir hönd starfsmanna á netsíðu fyrirtækisins.Meira
