Sýningar hófust í gær

Úr leikritinu Garðabrúðan. Ljósm. Davíð Már
Úr leikritinu Garðabrúðan. Ljósm. Davíð Már

Í gær hófust sýningar á leikritinu Garðabrúðan hjá 10. bekk í Árskóla en þau hafa unnið hörðum höndum síðustu vikur með að koma þessu heim og saman.  Gaman er að segja frá því að fullt var á fyrstu sýninguna hjá krökkunum og mæli ég eindregið með þessari sýningu. Leikstjórar eru þau Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Eysteinn Ívar Guðbrandsson og virðist þetta tvíeyki skothelt þegar kemur að uppsetningu leikrita. Næsta sýning er í dag kl. 17 og er miðasalan opin frá kl. 14:00-17:00. Nú er um að gera að skella sér á leikrit hjá 10. bekk og sjá þessa ungu og efnilegu krakka sýna hvað þau eru glæsileg. Hér fyrir neðan má svo sjá sýningartímana í vikunni. 

  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir