Tæplega 3000 gestir sóttu árshátíðir Árskóla

Nemdur á sviði í Bifröst. MYND: ÁRSKÓLI.IS
Nemdur á sviði í Bifröst. MYND: ÁRSKÓLI.IS

Á Facebook-síðu Árskóla segir að rík áhersla sé lögð á leiklist í skólanum. Fram kemur að í gær fóru fram síðustu árshátíðarsýningar nemenda á þessu skólaári en alls luku nemendur við 31 metnaðarfulla og vel heppnaða sýningu í Bifröst.

Fram kemur að sýningarnar fóru allar fram fyrir fullu húsi svo gera má ráð fyrir að áhorfendur á þessum sýningum hafi verið tæplega 3000.

„Allir árgangar halda sína árshátíð með aðstoð starfsmanna og þar fá allir nemendur tækifæri til að stíga á svið fyrir framan áhorfendur. Verkefnin verða meira krefjandi eftir því sem börnin eldast og lýkur leiklistarkennslu Árskólanemenda með því að 10. bekkingar setja upp leikverk, í fullri lengd, sem um leið er fjáröflun fyrir utanlandsferð þeirra til Danmerkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir