Venju samkvæmt er Stólastúlkum spáð falli

Velkomin í Villta norðlenska Westrið! Aldís María, María Dögg og Laufey Harpa tóku þátt í gerð kynningarefnis fyrir Bestu deildina. SKJÁSKOT
Velkomin í Villta norðlenska Westrið! Aldís María, María Dögg og Laufey Harpa tóku þátt í gerð kynningarefnis fyrir Bestu deildina. SKJÁSKOT

Það eru nokkrir fjölmiðlar sem spá fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og jafnan er liði Tindastóls spáð falli, ýmist 9. eða 10. sæti. Í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna er liðinu spáð níunda sæti en liði Keflavíkur því neðsta. Íslandsmeisturum Vals er aftur á móti spáð titlinum og Blikum öðru sæti. Grönnum okkar í Þór/KA er síðan spáð þriðja sætinu.

Reyndar er rétt að taka fram að í spá Fótbolta.net er liði Tindastóls spáð áttunda sæti.

Eins og sést á listanum yfir „komnar og farnar“ hér að neðan þá hefur lið Stólastúlkna misst fleiri leikmenn en það hefur sótt. Glöggir sparkfræðingar sjá væntanlega að á listann yfir farnar vantar Hönnuh Cade – sem þýðir þá væntanlega að hún hefur ekki skipt um lið en er í fríi frá fótbolta. Donni tjáði blaðamanni Feykis að enn væri verið að skoða hvort hægt verði að bæta við leikmanni eða leikmönnum en einhverjar þreyfingar munu vera í gangi.

Komn­ar:
19.4. Jor­dyn Rhodes frá Banda­ríkj­un­um
10.2. Gabrielle John­son frá Banda­ríkj­un­um

Farn­ar:
20.2. Murielle Tiern­an í Fram
15.2. Rakel Sjöfn Stef­áns­dótt­ir í Dal­vík/​​Reyni
13.2. Mel­issa Garcia í Bi­elsko-Biela (Póllandi)
9.2. Mar­grét Rún Stef­áns­dótt­ir í Gróttu
6.12. Be­at­riz Parra í Arezzo (Ítal­íu)
6.12. Marta Per­arnau í Arezzo (Ítal­íu)

Leikurinn gegn FH hefst kl. 16:00 og það er frítt á völlinn í boði Uppsteypu. Veðurstofan gerir ráð fyrir sól, nettri sunnanátt og sjö stiga hita á Króknum þegar leikurinn fer fram – það er ekkert víst að það klikki!

Allir á völlinn – áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir