Viðhaldsvinna á vegum RARIK að kvöldi þriðjudagsins 5. desember
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla	
		
					02.12.2023			
	
		kl. 12.00	
			
	
	
	RARIK verður í viðhaldsvinnu í aðveitustöðinni við Laxárvatn og þarf að taka spennir úr sambandi sem mun hafa þær afleyðingar að víðtækt rafmagnsleysi verður í Húnabyggð, Skagaströnd, Skagabyggð og í hluta af Húnaþingi vestra. Viðhaldsvinnan hefst að kvöldi þriðjudagsins 5. desember kl. 23:00 og ætti rafmagn að vera komið á kl. 04:00 aðfaranótt miðvikudagsins 6. desember.
RARIK hefur gefið út áætlun um rafmagnsleysið eftir svæðum og lítur hún svona út:
Húnabyggð
- 19kV kerfi út frá aðveitustöðinni á Laxárvatni - allt að 5 tímar (Þing og Vatnsdalur)
 - 11kV kerfi út frá aðveitustöðinni á Laxárvatni - allt að 2 tímar (Blönduós, Ásar, Svínadalur, Langidalur)
 
Skagabyggð
- 11kV kerfi - allt að 2 tímar (Refasveit)
 - 11kV kerfi út frá aðveitustöðinni á Skagaströnd - allt að 3 tímar (Skagaströnd)
 
Skagaströnd
- 11kV kerfi út frá aðveitustöðinni á Skagaströnd - allt að 3 tímar (bærinn Skagaströnd)
 
Húnaþing vestra
- 19kV kerfi út frá aðveitustöðinni á Laxárvatni – allt að 5 tímar (Vesturhóp, Víðidalur)
 
						
								
			
