Vinkonur, við erum vinkonur tvær
Söngur um jafnrétti, vináttu og gegn einelti einkennir Ávaxtakörfuna en 1. - 6. bekkur Varmahlíðarskóla setti upp Ávaxtakörfuna á árlegri árshátíð bekkjadeildanna sem að venju var haldin 1. dag sumars.
Leikstjóri var Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. Eftir glæsilega sýningu var boðið upp á veitingar í skólanum ásamt hinu hefðbundna diskóteki. Fleiri myndir frá Ávaxtakörfunni má sjá hér.