Ashouri í bann eftir olnbogaskot í andlit Hugrúnar

Skjáskot af olnbogaskotinu afdrifaríka.
Skjáskot af olnbogaskotinu afdrifaríka.

Það er ekki bara Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður FH, sem þarf að þola það að vera  settur í bann fyrir fólskubrot í fótboltanum því Shaina Faiena Ashouri, leikmaður FH í Bestu deild kvenna, hefur einnig verið úrskurður í eins leiks bann eftir atvik sem varð í leik Tindastóls og FH þann 7. maí síðastliðinn er hún gaf Hugrúnu olnbogaskot í andlitið.

Það er mat aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 15. maí sl. og jafnframt birtist á myndskeiði sem fylgir með, sé alvarlegt agabrot.

„Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Shaina Faiena Ashouri, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hún slær olnboga sínum í andlit Hugrúnar Pálsdóttur leikmanns Tindastóls,“ segir í dómsorðum en atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð er það átti sér stað.

Jafnframt segir að við ákvörðun viðurlaga taki nefndin tillit til þess að ekki verði séð af myndbroti að um ásetningsbrot hafi verið að ræða af hálfu leikmanns FH. Shaina tekur leikbannið út í dag er FH heimsækir nágranna sína í Breiðabliki.

Hér fyrir neðan má sjá umrætt atvik.

 

Posted by Gunnar Traustason on Miðvikudagur, 10. maí 2023

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir