Ekki ákært í Blönduósmálinu

Blönduós. Mynd: Óli Arnar.
Blönduós. Mynd: Óli Arnar.

RÚV greindi frá því fyrr í dag að héraðssaksóknari muni ekki gefa út ákærur í skotárásarmálinu á Blönduósi. Tvennt lést í árásinni, byssumaðurinn sjálfur og kona á sextugsaldri.

Héraðssaksóknari ákvað að fella málið niður á grundvelli neyðarvarnar og því verður engin ákæra lögð fram í tengslum við skotárásina en feðgar höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RÚV en hægt verður að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir