Krían mætti í Hólminn um miðnætti

Benjamín safnvörður með íbúa höfuðborgarinnar. Myndin er tekin í Hrútafirðinum. MYNDIR: GUNNAR RÖGNVALDSSON
Benjamín safnvörður með íbúa höfuðborgarinnar. Myndin er tekin í Hrútafirðinum. MYNDIR: GUNNAR RÖGNVALDSSON

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri heyrði í kríunni í Hólminum í nótt og til varð vísa sem hann límdi síðan við mynd á Facebook af samveru Benjamíns Kristinssonar, safnvarðar á Reykjum í Hrútafirði, með einni ákveðinni af þessari tegund fugla.

Vísan var á þessa leið:

   Henni er ætíð orðið laust. 
   ekki í rómi hlýjan.
   Mætti í Hólminn myndug, traust
   á miðnættinu krían.

Myndirnar sem hér fylgja voru reyndar teknar fyrir tveimur árum á Reykjum í Hrútafirði en eru eiginlega of góðar til að birta ekki í Feyki. Myndin til vinstri sýnir að ekki var alltaf jafn kært milli kríunnar og Benjamíns eins og myndin á forsíðunni gefur til kynnai.  

Spurður út í aðstæður og tilefni myndatökunnar segir Gunni: „Tja ...vorum að klæða vegg á Byggðasafninu og ein hafði verpt við húsvegginn undir efnisstafla sem við þurftum að nota. Ekki nokkur vinnufriður nema svona varinn. En hún ar samt svo örugg með sig. Blóðgaði mig m.a.s. á höndunum.“

Það er því kannski vissara að hafa hjálminn meðferðis ef fólk á erindi nærri kríunni á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir