Verðlaun fyrir áhugaverðustu nýsköpunina

Finnur, Heiðar Birkir og Haraldur Holti. MYND AF VEF FNV
Finnur, Heiðar Birkir og Haraldur Holti. MYND AF VEF FNV

Á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra segir að nú á vorönn 2023 fór skólinn af stað með áfanga sem kenndur er á landsvísu í samstarfi við Unga frumkvöðla. Ungir frumkvöðlar er metnaðarfullt verkefni sem snýst um að nemendur í framhaldsskólum landsins stofni eigið fyrirtæki utan um viðskiptahugmynd og miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri.

Í fréttinni segir: „Framkvæmdin er höfð eins raunveruleg og kostur er. Nemendur fjármagna stofnun fyrirtækis með sölu hlutabréfa, ráða í stöðugildi og búa til ítarlega viðskiptaáætlun og kynna svo fyrirtækið á fyrirtækjasmiðju. Að lokum er fyrirtækið gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins. Skólinn fékk dyggann stuðning frá Atvinnuráðgjafi á sviði nýsköpunar hjá SSNV sem hefur stutt við teymin frá FNV sem tóku þátt í verkefninu í vetur með ráðgjöf og fræðslu.

Annað tveggja teyma frá FNV sem tók þátt í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla í Smáralind í lok mars var valið í úrslit og mætti fyrir dómara miðvikudaginn 26. apríl og þann 27. apríl kynnti það svo viðskiptahugmyndina sína á Uppskeruhátíð ungra frumkvöðla í höfuðstöðvum Arion banka . Alls voru 700 nemendur á bak við 160 fyrirtæki sem tóku þátt í fyrirtækjasmiðjunni og voru aðeins 30 teymi valin til úrslita. Þar á meðal var fyrirtækið H. Hampur frá FNV sem er hrávinnslufyrirtæki sem vinnur þráð úr hampi til textílnota.

Það eru þeir Haraldur Holti Líndal, Heiðar Birkir Helgason og Finnur Sorinsson sem standa á bak við viðskiptahugmyndina. Hér er hægt að kíkja á myndband þar sem fyrirtækið er kynnt: https://www.youtube.com/watch?v=lQE_0npeI9k

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir