V-Húnavatnssýsla

Þörungaeldi er vaxandi grein

Á dögunum var kynnt skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Þar var komið inn á tækifæri og áskoranir í þörungaeldi á Íslandi. Í skýrslunni segir að þörungarækt í heiminum hafi færst í vöxt til að mæta aukinni eftirspurn og bæta framleiðslustýringu. Fjallað er um hvernig skipta megi þörungaeldi í tvær talsvert ólíkar undirgreinar, þ.e. smá- og stórþörungaframleiðslu og svo ólíkar aðferðir sem notaðar eru við ræktun, uppskeru og vinnslu.
Meira

Þátttakendur óskast í kvennafjölmenningarverkefni í Húnaþingi vestra

„Ert þú kona búsett í Húnaþingi vestra en fædd og uppalin erlendis? Ef svarið er já þá viljum við endilega fá þig með í ljósmyndaverkefni sem verður svo að stórkostlegri ljósmyndasýningu sem opnar á Unglist – Eldi í Húnaþingi sumarið 2023,“ segir í tilkynningu Gretu Clough sem stendur verkefninu ásamt Juanjo Ivaldi Zaldívar og Húnathingi vestra.
Meira

Björg og Korgur fyrst í brautina í fimmgangi Meistaradeildar KS á morgun

Fimmgangur í Meistaradeild KS í hestaíþróttum, fer fram á morgun föstudaginn 17. mars í Reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki kl. 19:00. Ráslistinn er klár og mun ein af nýliðum deildarinnar, hin tvítuga Björg Ingólfsdóttir á Dýrfinnustöðum, mæta fyrst í brautina með Korg frá Garði. Björg er í landsliðshópi LH U-21 en í Meistaradeildinni keppir hún fyrir lið Equinics.
Meira

Sameiginleg lið Kormáks og Tindastóls í 7.flokki í körfubolta að stíga sín fyrstu skref á fjölliðamótum

Ofurspenntir krakkar í sameiginlegum liðum Kormáks og Tindastóls í 7. flokki brunuðu á fjölliðamót síðustu helgi, stúlknahópurinn spilaði í Borganesi í d-riðli og drengirnir í vesturbænum í f-riðli. Þarna voru á ferðinni krakkar sem voru að taka sín fyrstu skref í keppnisferð á körfuboltavellinum. Það mátti sjá framfarir eftir hvern leik því reynslan sem krakkarnir taka frá þessum mótum er gífurlega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu bæði hjá einstaklingunum og liðsheildinni.
Meira

Erfiðast að finna þær! | Ég og gæludýrið mitt

Bríet Rán Stefánsdóttir, 9 ára, býr í Stekkholti rétt fyrir utan Sauðárkrók ásamt móður sinni, Hilmu Eiðsdóttur, föður, Stefáni Inga Sigurðssyni og systur, Heiði Fanneyju. Í Stekkholti er að finna bæði hesta og kindur en Bríeti Rán langar að segja okkur aðeins frá hömstrunum Karólínu og Kex. Þær systur (Bríet og Heiður) voru svo heppnar að fá sinn hvorn hamsturinn í gjöf frá vinkonu Heiðar fyrir nokkrum árum síðan og hjálpuðust þær að við að gefa þeim og halda búrunum hreinum.
Meira

Fréttatilkynning Húnabyggðar um nauðsyn þess að breyta raforkulögum

Sveitarstjórn Húnabyggðar tók á fundi sínum í gær undir bókanir Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Samtaka Orkusveitarfélaga um nauðsyn þess að breyta raforkulögum til að tryggja framgang orkuframleiðslu í landinu á eftirfarandi hátt:
Meira

Törnering hjá 7.fl. stúlkna í Síkinu sl. helgi

Um helgina fór fram fjórða umferð Íslandsmóts 7. flokks og var B-riðill stúlkna spilaður í Síkinu á Sauðárkróki og gekk það vel fyrir sig. Stelpurnar okkar spila í sameiginlegu liði Tindastóll/Kormákur og áttu þær fjóra leiki yfir helgina.
Meira

Göfug markmið hálli en áll :: Leiðari Feykis

„Ef þú nærð takmarkinu þínu, þá stefnirðu greinilega ekki nógu hátt,“ sagði Michelangelo forðum. Það er göfugt að hafa háleit markmið, sérstaklega ef þau eru raunsæ. Ég t.d. er löngu hættur að reyna að setja mér markmið sem ég veit að koma aldrei til með að verða að veruleika og hrekk hreinlega í kút þegar ég dett í einhverja fáránlega dagdrauma um kílóamissi með breyttu mataræði eða stórátök í ræktinni. Mér finnst betra að hugsa eins og tækjaglaður iðnaðarmaður: Betra er að eiga en vanta!
Meira

Morgunverðarfundur: Jarðvegsmengun – áskoranir, launir og nýting auðlindar -- Uppfært

Nú kl. 9 hefst morgunfundur Verkís sem ber yfirskriftina Jarðvegsmengun – áskoranir, lausnir og nýting auðlindar. Þar munu þrír fyrirlesarar auk fundarstjóra og sérfræðingur Verkís flytja erindi. Fundurinn stendur til kl. 10.30
Meira

Eimskip gerist einn af aðal styrktaraðilum Landsbjargar

Eimskip og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið gerist einn af aðal styrktaraðilum Landsbjargar, með sérstaka áherslu á að styðja við björgunarstarf og forvarnir á sjó og landi. Í sameiningu munu félögin vekja sérstaka athygli á slysavarnaverkefninu Örugg á ferðinni, sem snertir á öllum flötum samgangna, og sérstaklega hvetja til aukinnar hjálmanotkunar.
Meira