Norðurbraut – ein fyrsta vegasjoppa landsins – fær yfirhalningu
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
17.08.2022
kl. 16.01
Húnahornið segir frá því að gamla Norðurbraut, ein fyrsta vegasjoppa landsins, hafi nú verið flutt af Ásunum fyrir ofan Hvammstanga og á athafnasvæði Tveggja smiða en til stendur að gera húsið upp og endurnýja. Á fyrri hluta 20. aldar stóð húsið við botn Miðfjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu, við vegamót Norðurlandsvegar og vegarins inn að Hvammstanga, og í því rekin verslunin Norðurbraut.
Meira
