V-Húnavatnssýsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningarkosninga 19. febrúar er hafin

Í frétt á vef Stjórnarráðsins vekur utanríkisráðuneytið athygli á atkvæðagreiðslum um tillögur um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, sveitarfélaganna Eyja – og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, og sveitarfélaganna Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 19. febrúar næstkomandi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna tillagnanna hófst 25. desember síðastliðinn og hægt er að greiða atkvæði hjá sendiskrifstofum Íslands.
Meira

Breyttar reglur um sóttkví útskrift að lokinni einangrun

Fyrir helgi breytti heilbrigðisráðherra reglum um sóttkví í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Breytingarnar byggja á faglegu mati og góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar. „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi eins og framast er kostur, hvort sem við horfum til skólanna, velferðarþjónustu eða margvíslegrar atvinnustarfsemi og eins og staðan er núna eru þetta bráðnauðsynleg viðbrögð.“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Reglugerð um breytinguna hefur þegar tekið gildi.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Úti-bliksstaðir í Miðfirði (Úti-Blígsstaðir)

Þetta er almennasti framburður á nafninu, en ýmsir rita þó Úti-bleiks-. Að hinu leytinu eru beztu gögn fyrir því að á 15. öld hefir bærinn verið nefndur Úti-bliks-, því þannig er nafnið ritað hvað eftir annað í brjelum (frumritum) frá árunum 1467 og 1474 (DI. V. 476 og 746). En Úti-Bleiks J. og Ný Jb. Framburðarmyndin Úti-bleiks-, hygg jeg að hafi myndast af munnmælasögu þeirri, að bleikur hestur hafi „gengið af“ á Heggstaðanesi, einhvern harðindavetur, og af honum eigi bærinn að draga nafnið.
Meira

Byrjaði að prjóna í fyrstu Covid bylgjunni og hef bara ekki stoppað síðan

Snæborg Lilja Hjaltadóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti á Akureyri árið 2016 og hefur búið þar síðan. Snæborg er í sambúð með Roman Arnarssyni og eiga þau tvær dætur, Andreu Marín og Viktoriju Ósk svo Snæborg er aðallega að prjóna á þær og líka á lítil frændsystkini.
Meira

Folaldakjöt og fleira gott

Matgæðingar í tbl 14, 2021, voru Magnús Sigurjónsson og Kristín Birgisdóttir í Syðri-Brekku í Austur-Húnavatnssýslu. Magnús er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hefur lengst af starfað við kennslu en vinnur nú á skrifstofu Blönduósbæjar ásamt því að sinna bústörfum. Kristín er uppalin á Kornsá í Vatnsdal og er leikskólakennari og starfar á Leikskólanum Barnabæ á Blönduósi. Dóttir þeirra heitir Lilja Karen og er á öðru aldursári. Hér fyrir neðan má finna eitthvað gómsætt sem hefur verið mallað í eldhúsinu í Syðri-Brekku.
Meira

Rannsókn á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum vísað til lögreglu

Matvælastofnun hefur lokið rannsókn sinni á meðferð hryssna við blóðtöku, sem fram kom í myndbandi sem dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TBZ) gerðu opinbert á vefmiðlinum YouTube þann 22. nóvember 2021. Stofnunin hefur vísað málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja til lögreglu til frekari rannsóknar og aðgerða.
Meira

394 tonna byggðakvóti á Norðurland vestra

Á fiskveiðiárinu 2021/2022 er almennum byggðakvóta úthlutað til 50 byggðarlaga í 29 sveitarfélögum þar sem þrjú byggðarlög fá 300 þorskígildistonna hámarksúthlutun og sextán byggðarlög fá 15 þorskígildistonna lágmarksúthlutun. Alls fá fimm byggðarlög á Norðurlandi vestra 394 tonn.
Meira

Svandís í beinni í hádeginu

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verður í Beinni línu á Facebook-síðu sinni og VG í hádeginu í dag, 7. janúar klukkan 12:00. Í tilkynningu frá VG segir að um kjörið tækifæri sé að ræða til að spyrja ráðherra út í hvaðeina sem brennur á fólki.
Meira

29 Covid-smit á Sauðárkróki - HSN opnar fyrir PCR sýnatökur um helgina

Enn fjölgar Covid-smituðum á Norðurlandi vestra en samkvæmt töflu aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra fjölgaði um 17 á tveimur dögum en að sama skapi fækkaði um 19 í sóttkví á sama tíma. Vegna þessa hefur HSN ákveðið að hafa opið fyrir PCR sýnatökur um helgina milli kl. 9.30 og 10.
Meira

757 milljónir í jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að afgreiddir hafa verið jarðræktarstyrkir, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda vegna ársins 2021 og voru samþykktar 1.518 umsóknir þetta árið. Styrkir vegna jarðræktar nema alls 379.624.751 kr. skv. fjárlögum ársins 2021 og 377.624.620 í landgreiðslustyrki, sem gera alls 757.249.371 kr.
Meira