Listamenn lýsa um helgina upp skammdegið á Skagaströnd
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
18.01.2022
kl. 17.39
Á Facebook-síðu Nes listamiðstöðvar segir að á íslenskum vetrum eru dagarnir stuttir og næturnar langar. „Eftir að ljósaflóð jólanna er liðið hjá getur janúar virst vera dimmasti mánuður ársins og við þráum öll langa sólríka daga,“ segir í tilkynningu á síðunni og til að bjóða bjartara og skærara 2022 velkomið þá mun Nes listamiðstöð lýsa upp Skagaströnd með þátttöku listamanna sem munu búa til allskonar listaverk með lýsingu. Það verður gert með því að nota LED ljós til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um Skagaströnd og með listagöngu fyrir íbúa Norðurlands vestra 22. og 23. janúar 2022 frá kl. 18.00–21.30.
Meira