V-Húnavatnssýsla

Listamenn lýsa um helgina upp skammdegið á Skagaströnd

Á Facebook-síðu Nes listamiðstöðvar segir að á íslenskum vetrum eru dagarnir stuttir og næturnar langar. „Eftir að ljósaflóð jólanna er liðið hjá getur janúar virst vera dimmasti mánuður ársins og við þráum öll langa sólríka daga,“ segir í tilkynningu á síðunni og til að bjóða bjartara og skærara 2022 velkomið þá mun Nes listamiðstöð lýsa upp Skagaströnd með þátttöku listamanna sem munu búa til allskonar listaverk með lýsingu. Það verður gert með því að nota LED ljós til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um Skagaströnd og með listagöngu fyrir íbúa Norðurlands vestra 22. og 23. janúar 2022 frá kl. 18.00–21.30.
Meira

Mikil eftirspurn eftir íbúðahúsnæði í Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi þann 13. janúar sl. húsnæðisáætlun Húnaþings vestra en samkvæmt reglum skulu sveitarfélög gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og skoða árlega hvort þörf sé á endurskoðun áætlunarinnar með tilliti til þróunar og breytinga sem orðið hafa. Vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði hefur sveitarstjórn samþykkt tímabundna heimild til niðurfellingar gatnagerðagjalda af níu lóðum á Hvammstanga og tveimur á Laugarbakka.
Meira

Dagur fyrirtækja á landsbyggðinni á morgun

Á morgun 19. janúar stendur SSNV (Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) fyrir samfélagsmiðladeginum #landsbyggðafyrirtæki (e. #ruralbusiness day) í samstarfi við Digi2Market. Markmiðið er að vekja athygli á því frábæra fólki, þjónustu og vörum fyrirtækja í landsbyggðunum, sem eiga stóran þátt í að styðja við og byggja upp samfélögin í hinum dreifðari byggðum, eftir því sem kemur fram í tilkynningu samtakanna, en með því að taka þátt í deginum fá fyrirtæki í landsbyggðunum aukinn sýnilega, fá tækifæri til að vaxa, styrkir viðskiptatengsl þeirra út um Evrópu.
Meira

Lið FNV aftur úr leik í Gettu betur – eða þannig

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hélt áfram á öldum ljósvakans í gærkvöldi og þrátt fyrir tap í fyrstu umferð fékk keppnislið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra annað tækifæri í gærkvöldi þar sem liðið komst áfram sem stigahæsta tapliðið eftir fína frammistöðu gegn öflugu liði Tækniskólans. Andstæðingurinn í gær var sprækt lið Fjölbrautaskóla Vesturlands og í húfi var sæti í átta liða úrslitum keppninnar.
Meira

Hin klassíska verndandi arfgerð (ARR) gegn riðuveiki í sauðfé er fundin

Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri, eftir því sem kom fram á rafrænum fundi sem haldinn var nú fyrir hádegi af hópi sem hefur verið að rannsaka þessi mál sl. ár.
Meira

Lið FNV ætlar að geta enn betur í kvöld

16 liða úrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefjast í kvöld og verða þau í beinni útsendingu á Rás 2 og vef RÚV. Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra komst í 16 liða úrslitin þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Tækniskólanum í síðustu viku en ekkert tapliðanna fékk fleiri stig en FNV og hlaut liðið því lausa sætið í 16 liða úrslitum. FNV mætir liði Fjölbrautaskóla Vesturlands í kvöld kl. 20 og verður hægt að hlusta á keppnina í beinu streymi á vef RÚV og einnig á Rás2.
Meira

Gul veðurviðvörun fyrir mánudaginn

Gert er ráð fyrir talsverðri rigningu vestanlands og hvassviðri eða stormi norðantil á landinu á morgun, mánudag, og hefur verið skellt í gula viðvörun vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Hitinn fer í 6-7 stig í nótt, spáð er rigningu á Norðurlandi vestra og hvessir talsvert þegar líður á morguninn.
Meira

Laust embætti rektors á Hólum

Á vef Stjórnarráðsins má sjá að embætti rektors við Háskólann á Hólum er laust til umsóknar. Leitað er að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga í krefjandi og fjölbreytt starf rektors. Mikilvægt er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á háskólamálum og skýra framtíðarsýn fyrir akademískt hlutverk skólans. Rektor er æðsti stjórnandi háskólans og talsmaður hans út á við.
Meira

Undirbýr hestana fyrir næsta keppnistímabil :: Íþróttagarpurinn Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

Í byrjun desember var kunngjört hvaða ungmenni voru valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022. Tvö af þeim sextán sem þóttu verðskulda veru í þeim hópi búa á Norðurlandi vestra, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi.
Meira

Hækkun sjávarborðs – verulegt áhyggjuefni

Djúpar lægðir dundu á landinu kringum áramótin með hárri sjávarstöðu og allnokkru tjóni í og við nokkrar sjávarbyggðir. Þessi tjón, ásamt mörgum öðrum undanfarin ár, hljóta að vekja fólk til aukinnar vitundur um hærri sjávarstöðu og auknar líkur á enn meira tjóni í komandi framtíð. Því miður er ekkert í þeim efnum sem getur batnað. Hjá þjóð sem býr á eyju með mörgum tengingum við sjóinn hefur verið furðulítil umræða um þessi mál.
Meira