Bragi Hólmar sigraði framsagnarkeppnina í Húnavatnsþingi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
05.04.2022
kl. 13.34
Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin á Blönduósi í síðustu viku en þá komu alls tólf nemendur frá Húnavallaskóla, Höfðaskóla, Grunnskóla Húnaþings vestra og Blönduskóla saman og kepptu í upplestri, lásu bæði ljóð og sögur. Það var Bragi Hólmar Guðmundsson sem bar sigur úr bítum í keppninni en hann er frá Grunnskóla Húnaþings vestra.
Meira