Á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði í að brugga sinn eigin bjór heima. Það verður farið í gegnum þau mismunandi skref bruggunar og þann búnað sem þarf til heimabruggunar, sem er nokkuð einfaldur og þú bruggar þinn eigin bjór undir handleiðslu.
Á námskeiðinu munum við brugga tvær mismunandi tegundir af bjór með búnaði til heimanotkunar. Í lok námskeiðs fá þátttakendur að taka með sér bjórinn heim u.þ.b. 9–12 flöskur.
Námskeiðið stendur yfir í 2 daga, með 3 vikum á milli, fyrri daginn verður bruggdagur og seinni dagurinn átöppunardagur.
Dagur 1: Bruggdagur (6 klst.).
Stutt kynning á grundvallaratriðum bjórbruggunar, mismunandi skrefum í ferlinum og þeim búnaði sem þarf.
Bruggun undirbúin og búnaður hreinsaður.
Þátttakendum verður skipt í tvo hópa sem brugga sitt hvora tegundina af bjór.
Bjórinn bruggaður.
Dagur 2: Átöppunardagur (3 klst.).
Bjórinn settur á flöskur og merktur. Gengið frá öllum tækjum og áhöldum.
Þátttakendur deila afrakstri námskeiðsins á milli sín og taka með sér heim tvær tegundir af heimabrugguðum bjór.
Leiðbeinandi: Jens Jakob Sigurðarson, efnaverkfræðingur.
Hvar og hvenær: í Vörusmiðjunni á Skagaströnd 26. október kl. 10.00-16.00 og 17. nóvember kl. 18.00–21.00.
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
Haustþing starfsfólks leikskóla á Norðurlandi vestra var haldið á Blönduósi þann 29. ágúst síðastliðinn. Þingið er haldið annað hvert ár og nú var komið að leikskólastjórum leikskóla í Húnavatnssýslum að halda þingið með dyggri aðstoð Farskólans. Þingið sóttu alls um 116 starfsmenn leikskólanna.
Laugardaginn 6. september, kl. 14, verður haldið Kakalaþing í Kakalaskála í Blönduhlíð. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Sögur úr Skagafirði. Fjallað verður um dagbækur Sveins Pálssonar landlæknis, ævisögu Bíbíar í Berlín, dulsmál í Borgargerði og Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Svana Berglind Karlsdóttir svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Svana er af árgangi 72 sem hún líkir við rauðvín í eikartunnu – eldist semsagt nokkuð vel. Aðal hljóðfærið hennar er röddin en hún tók þó einnig 7. stig á píanó hjá Evu Snæbjarnar á sínum tíma. „Hljóðfærin eru því miður vanrækt síðustu árin eftir að ég fór í gullsmíðina og getan eftir því,“ segir Svana en aðspurð um helstu afrek á tónlistarsviðinu segir hún: „Afrek er stórt orð. En ætli ég sé ekki ánægðust með að hafa sungið ásamt Sopranos tríóinu mínu á nokkrum styrktartónleikum og þannig látið gott af mér leiða.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.