Mikill árangur á alþjóðavettvangi

Á verðlaunapalli. MYND AÐSEND
Á verðlaunapalli. MYND AÐSEND

Nóg hefur verið um að vera í júdóinu upp á síðkastið. Þann 18. október 2025 fór fyrsta alþjóðlega JRB mótið fram í Njarðvík.
Mótið var mjög sterkt, sex þjóðir, þar á meðal Ísland, Grikkland, England, Skotland, Króatía og Holland, tóku þátt – samtals 150 þátttakendur. Samkvæmt fréttatilkynningu frá JRB eru þetta næstum þrefalt fleiri þátttakendur en á Alþjóðaleikunum í Reykjavík (RIG).

Jóhanna María vann gullverðlaun í sínum flokki, U15 flokki, fyrstu gullverðlaun hennar á alþjóðavettvangi í glímu. Það sumar vann hún gullverðlaun í júdókata með Freyr á Norðurlandamótinu í Kata.

Helgina 25.-26. október fór Gautaborg Judo Open 2025 fram í Kungsbacka Sportcenter- einum af stærstu júdóviðburðum ársins í Vestur-Svíþjóð, skipulagðum af Gautaborg Judoförbund. Keppnin laðaði að þátttakendur frá um 50 sænskum júdófélögum sem og nokkrum frá Noregi, Danmörku, Íslandi og Hollandi. Jóhanna María hlaut brons í sínum flokki í U15.

„Þetta var frábær árangur en fljótlega hefst undirbúningur fyrir næsta ár en þá færist Jóhanna María upp í U18 ára aldursflokk. Það er ekki bara Jóhanna María sem er að standa sig rosalega vel. Birgitta, María og Sædís voru að standa sig með sóma á Afmælismóti JR í Reykjavík um daginn,“ segir í Annika yfirþjálfari Júdódeildar Tindastóls.

Fleiri fréttir