Lestrarstund á bókasafninu

18. september kl. 16:30-17:00 Hvað er að gerast Safnahúsið við Faxatorg
18 sep

Við byrjum aftur með lestrarstundirnar sem voru vinsælar síðasta vetur. 

Lesið er upphátt úr myndskreyttri barnabók fyrir leikskólaaldur.

Upplesturinn stendur í 20-30 mínútur.

Á eftir er hægt að lesa, lita, leika, spila eða púsla og njóta samveru í notalegu umhverfi.

Heitt á könnunni og hægt að grípa með sér hressingu og snæða í kaffiaðstöðunni í Safnahúsinu.

Aðgangur ókeypis og öll velkomin, á öllum aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.