Stígurinn upp á Nafir lagfærður

Jói Þórðar og félagar hafa efalaust þurft að vanda sig í þessum aðstæðum. MYNDIR: Þ.HANSEN EHF
Jói Þórðar og félagar hafa efalaust þurft að vanda sig í þessum aðstæðum. MYNDIR: Þ.HANSEN EHF

Þau eru mörg og margvísleg verkin sem þarf að vinna. Nú í byrjun september stóðu starfsmenn Þ. Hansen verktaka í ströngu við að endurgera stíginn upp á Nafirnar norðan við heimavist fjölbrautaskólans.

Fram kemur í færslu á Facebook-síðu Þ. Hansen að stígurinn hafi verið orðinn illfær og beinlínis hættulegur.

„Búið er að bora fyrir staurum og festa. Svo koma viðarþrepin vonandi fljótlega og þá getum við farið að taka aftur alvöru Nafaspretti,“ segir í færslunni en stígurinn er partur af göngutúr margra röskra Króksara.

Samkvæmt upplýsingum Feykis þá voru aðstæður ansi brattar fyrir vélarnar en allt hafðist þetta þó á endanum.

Fleiri fréttir