Prjónakvöld í Drangey Studio verslun og Rendur
Við verðum með mánaðarlega prjónakvöldið okkar þann 20. nóvember frá kl.19 og til kl.22.
Á prjónakvöldunum okkar er upplagt að taka hvaða prjónaverkefni, hekl eða aðra handavinnu og eiga notarlega stund með hressum hópi fólks.
Prjónakvöldin eru fyrst og fremt til að koma saman og njóta, hafa gaman og spjalla. Það má taka hvaða prjónaverkefni sem er með sér og hægt er að fá aðstoð og ráðleggingar í prjóninu.
Njótum saman í góðum hópi.
Hlökkum til að sjá sem flest.
Ólína og Helgarut systur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.