Skyggnilýsing
Skyggnilýsing.
Ómar Pétursson miðill verður með skyggnilýsingu í Hafsteinsstofu í húsnæði Sálarrannsóknarfélagsins að Skagfirðingabraut 9a á. Sauðárkróki laugardaginn 20. september kl. 17:00. Ómar gefur sína vinnu til félagsins og rennur því öll innkoman beint til félagsins. (Fyrir liggur að fara þarf í mjög kostnaðarsamt viðhald á húseign félagsins og er því allur stuðningur vel þeginn). Aðganseyrir er kr. 6.000.- og við leggjum áherslu á að með því að kaupa miða ert þú jafnframt að styrkja félagið. Þar sem fjöldi sæta er takmarkaður verða miðar seldir á hársnyrtistofunni Capello, Aðalgötu 6 á Sauðárkróki. Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Nánari upplýsingar um Ómar Pétursson miðill.https://www.srfs.is/services-9
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.