Starfamessa 2025

20. nóvember kl. 09:00-14:00 Hvað er að gerast Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
20 nóv

Starfamessa fyrir ungmenni á Norðurlandi vestra verður haldin þann 20. nóvember n.k. , en hún er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar landshlutans fyrir árið sem er að líða. Þetta er í þriðja sinn sem ungmennum í landshlutanum gefst kostur á að kynnast fjölmörgum starfsgreinum, sem hægt er að vinna við innan og utan landshlutans, bakgrunn þeirra og menntunarkröfum. Nemendur í 9. og 10. bekk allra grunnskóla á svæðinu, sem og nemendur FNV eru boðnir hjartanlega velkomnir að taka samtalið við fagfólkið þennan dag.
Sem fyrr leggur verkefnið til sætaferðir fyrir þá sem sækja viðburðin frá grunnskólum utan Sauðárkróks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.