Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Briet leigufélag og Flúðabakki ehf. skrifuðu í dag undir kaupsamning um kaup Bríetar á 6 íbúðum við Flúðabakka 5 af Flúðabakka ehf. Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar segir kaupin vera hluta af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar og falli að markmiðum Bríetar að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á því á landsbyggðinni.
Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Nú er það stúlkan sem söng fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í Söngkeppni framhaldsskólanna nú í vor sem svarar Tón-lystinni. Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir frá Grænumýri í Blönduhlíð er fædd snemma árs 2007 og þar bjó hún alveg þar til hún fór í framhaldsskóla. „En svo býr kærastinn minn, Elvar Már, í Vatnsdal í Húnavatnssýslunni og þar bý ég allavega núna í sumar,“ segir Ragnhildur Sigurlaug.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.