Viltu breyta úrgangi í gull?

23. september kl. 17:00-18:30 Hvað er að gerast Vefnámskeið Farskólinn
23 sep

Farskólinn kynnir námskeið í moltugerð, heimagerð moltugerð að hausti og yfir veturinn!

Moltugerð hefur marga jákvæða kosti – bæði fyrir umhverfið, jarðveginn og samfélagið. Kostirnir eru ótalmargir, þú minnkar þörfina á að flytja úrgang, bætir jarðveginn, dregur úr þörf á aðkeyptum áburði og mold og hjálpar plöntum að vaxa. Þú sparar pening í moldar- og áburðarkaup og það veitir vellíðan að búa til sitt eigið.
Lærðu hvernig þú getur umbreytt eldhús- og garðúrgangi í næringarríka moltu – á einfaldan og umhverfisvænan hátt.
Farið verður yfir grunnatriði moltugerðar. Ýmsa möguleika, s.s. hvernig þú gerir haugmoltu, jarðgerir í þriggja hólfa moltukassa, býrð til mold í safnhaugatunnu, hvernig á að útbúa útiormamoltu. Svo hvernig jarðgert er með rauðánum og og svo bokashi sem krefst 15-25°C hita og tilvalið að vera með inni á veturnar. 
Veitt eru góð ráð og farið yfir algeng mistök.

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Skráning á námskeiðið er hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.