Fjölskylduhlaup í tilefni af gulum september
KS og Vörumiðlun leggja verkefninu Gulur september lið með því að efna til fjölskylduhlaups.Verkefnið er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir.
Á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, miðvikudaginn 10. september, verður blásið til skemmtihlaups fyrir alla fjölskylduna. Hlaupið hefst við Sundlaug Sauðárkróks klukkan 17:00 og verða tvær hlaupaleiðir í boði, þrír og fimm km. Að hlaupi loknu býður sveitarfélagið Skagafjörður öllum þátttakendum frítt í sund.
Eins og segir í auglýsingunni- hlaupum, löbbum eða hjólum saman og sýnum málstaðnum stuðning og að sjálfsögðu eru öll hjartanlega velkomin. Frjáls framlög á staðnum til styrktar Píeta.
550 Rammvilltar verða að sjálfsögðu á staðnum og sjá um hressandi upphitun og sjá til þess að allir verði klárir í stuðið.
Gulur er litur sjálfsvígsforvarna og því væri gaman ef sem flestir kæmu í einhverju gulu.
Hægt er að millifæra á reikning Píeta:
kt.410416-0690 /0301-26-041041