900 gestir á níu dögum á Nafla jarðar

Hluti af verkum Hjálmars. Myndir: huni.is.
Hluti af verkum Hjálmars. Myndir: huni.is.

Sunnudaginn 26. júlí síðastliðinn lauk sýningunni Nafli jarðar í fjóshlöðunni á Kleifum við Blönduós en þá hafði hún dregið að sér rúmlega 900 gesti á níu dögum. Á sýningunni gat að líta 123 verk eftir listamanninn, fræðimanninn og uppfinningamanninn Hjálmar Stefánsson frá Smyrlabergi (1913-1989) sem bjó á Blönduósi frá 1944 til dauðadags.

Tónleikar á Nafla jarðar.Gestahópurinn var fjölbreyttur. Blönduósingar og nærsveitamenn voru auðvitað fjölmennastir enda muna margir vel eftir Hjálmari. Ættingjar listamannsins og unnendur myndlistar um land allt létu sig heldur ekki vanta og komu margir um langan veg, eingöngu til að skoða verkin hans. Eitt kvöldið fékk sýningin liðsauka þegar hljómsveitin Góss spilaði í fjárhúshlöðunni en það kvöld voru hátt í hundrað gestir á Kleifum.

Húni segir frá.

 

 

Skemmtilegt sýningarrými.Stemning á tónleikunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir