Afmælisblað Feykis komið út

Afmælis-Feykir er kominn út en í blaði vikunnar er 40 ára útgáfu héraðsfréttamiðilsins Feykis minnst með ýmsum hætti. Viðtöl, upprifjanir, skemmtilegar minningar, torskilin bæjarnöfn og afþreying svo eitthvað sé nefnt. Meðal efnir eru viðmælendur sem spurðir voru út í kynni sín af blaðinu; Ragnar Z. Guðjónsson, ritstjóri Húnahornsins; Sigfús I. Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.

Ingi Heiðmar Jónsson var einn af þeim sem fengnir voru í viðtal en hann hefur verið áskrifandi frá upphafi og jafnaldri blaðsins og nafni, Ómar Feykir Sveinsson, er spurður út í nafngiftina og fleira. Finna má skemmtilega upprifjun þeirra Inga V. Jónassonar og Björns Jóhanns Björnssonar frá þeirra Feykisárum en þeir störfuðu sem blaðamenn þá um tvítugt. Ingi býr nú úti í Svíþjóð og stýrir þar fyrirtæki og Björn Jóhann vinnur á Morgunblaðinu.

Hörður Ingimarsson minnist vinar síns Gunnars í Hrútatungu, sem lést nýverið og Haukur Skúlason, þjálfari karlaliðs Tindastóls, er spurður um boltann og Lilja Hauksdóttir svarar Rabbababbi.

Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við HA, er tekinn tali og spurður út í framtíð fjölmiðlunar og Guðni Friðriksson, sem prentað hefur Feyki í 34 ár segir frá helstu breytingum og nýjungum í prenttækninni.

Anna Elísabet Sæmundsdóttir stýrir áskorendapennanum og Herdís Pálmadóttir sýnir lesendum hvernig á að útbúa fiskisúpu og mulningspæju.

Fleira má finna innanum það sem hér hefur verið upptalið og allir hvattir til að lesa Feyki eða ná sér í einn rafrænan, sjá HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir