Aukanámskeið í kransagerð
Á Facebook-síðu Farskólans segir að þann 13. september hafi verið haldið námskeiðið Að búa til þinn eigin krans og aðsóknin hafi verið frábær. Ákveðið var í framhaldi að setja á laggirnar þrjú aukanámskeið dagana 16. og 17. október á Sauðárkróki og 19. október á Skagaströnd. Það eru örfá sæti laus á þessi námskeið og um að gera að bregðast hratt við til að tryggja sér sæti.
Um er að ræða námskeið það sem þátttakendur fá fræðslu um blómakransa og kennd verða undirstöðuatriði í kransagerð og fá þeir að vefja sinn eigin krans. Þá verður langt áherslu á að nota hráefni úr náttúrunni og er það innifalið í verðinu. Þáttakendur fá svo að fara heim með sinn eigin krans að námskeiði loknu sem þeir geta svo notið í komandi jólastússi.
Leiðbeinandi: Alma Lilja Ævarsdóttir blómahönnuður. Eigandi blómaverkstæðisins Salvíu.
Hvar og hvenær:
Tvö aukanámskeið á Sauðárkróki 16 og 17.október.
Skagaströnd 19.október.
18:00-21:00
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér
Lengd: 3.klst
Verð: 32.000 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Fleiri fréttir
-
Andstaða í kerfinu og þar við situr
Feykir sagði frá því í gær að Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hafi tekið þá ákvörðun að Háholt kæmi ekki til greina sem neyðarvistun fyrir börn. Fram kom að mjög strangar kröfur eru til húsnæðis sem ætlað er til neyðarvistunar barna, kröfur sem húsnæðið í Háholti uppfylli ekki nema með miklum framkvæmdum. Feykir bar þetta undir Einar E. Einarsson forseta sveitarstjórnar Skagafjarðar.Meira -
Rocky Horror í Hofi um helgina
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 07.05.2025 kl. 14.56 gunnhildur@feykir.isNemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullar leiksýningar og fara nú í Hof á Akureyri með Rocky Horror.Meira -
„Ég hef trú á getu okkar til að ná árangri“
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 07.05.2025 kl. 14.54 oli@feykir.is„Ég er mjög bjartsýnn á þennan hóp stráka. Við erum að koma seint saman en á þeim stutta tíma sem við höfum verið saman höfum við stigið stór skref í rétta átt,“ segir Dominic Furness, þjálfari Kormáks Hvatar þegar Feykir spurði hann hvort hann teldi að hópurinn hans væri að smella saman fyrir sumarið.Meira -
Dýrbítur í Austurdal
Refur lagðist á lömb á Stekkjarflötum í Austurdal, (Austurdalur er talinn byrja við Grjótá, svo bærinn telst ekki til Kjálka) í vikunni og urðu bændur þess varir aðfaranótt þriðjudags að lömb væru farin að hverfa af túninu og ummerki um aðfarir rebba sáust.Meira -
Gjaldfrjáls garðlönd Skagafjarðar
Garðlönd sveitarfélagsins á Sauðárkróki, Varmahlíð (upp við Reykjarhólsskóg) og Hofsósi (Grafargerði) verða til reiðu á næstu dögum og gaman að segja frá því að þetta er á sömu staðsetningum og síðast.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.