Aukanámskeið í kransagerð
Á Facebook-síðu Farskólans segir að þann 13. september hafi verið haldið námskeiðið Að búa til þinn eigin krans og aðsóknin hafi verið frábær. Ákveðið var í framhaldi að setja á laggirnar þrjú aukanámskeið dagana 16. og 17. október á Sauðárkróki og 19. október á Skagaströnd. Það eru örfá sæti laus á þessi námskeið og um að gera að bregðast hratt við til að tryggja sér sæti.
Um er að ræða námskeið það sem þátttakendur fá fræðslu um blómakransa og kennd verða undirstöðuatriði í kransagerð og fá þeir að vefja sinn eigin krans. Þá verður langt áherslu á að nota hráefni úr náttúrunni og er það innifalið í verðinu. Þáttakendur fá svo að fara heim með sinn eigin krans að námskeiði loknu sem þeir geta svo notið í komandi jólastússi.
Leiðbeinandi: Alma Lilja Ævarsdóttir blómahönnuður. Eigandi blómaverkstæðisins Salvíu.
Hvar og hvenær:
Tvö aukanámskeið á Sauðárkróki 16 og 17.október.
Skagaströnd 19.október.
18:00-21:00
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér
Lengd: 3.klst
Verð: 32.000 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Fleiri fréttir
-
Álagningarhlutfall fasteigna í Skagafirði lækkað
Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar 22. október sl. var ákveðið að lækka álagningarhlutfall fasteigna í A-flokki úr 0,47% í 0,435%. Til þess flokks teljast öll íbúðarhús, sumarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, ásamt jarðeignum.Meira -
Pétur Sighvats úrsmiður og stöðvarstjóri á Sauðárkróki | 150 ára afmæli 6. nóvember 2025
Á þessu herrans ári, þann 6. nóvember 2025, verða liðin 150 ár frá fæðingardegi Péturs Sighvats, úrsmiðs og símstöðvarstjóra á Sauðárkróki, sem fæddist þennan dag árið 1875 á Höfða í Dýrafirði. Vegna þessara tímamóta hafa eftirfarandi minningabrot verið tekin saman til þess að rifja upp söguna sem hann var þátttakandi í en sú saga og saga Sauðárkróks og nærsveita áttu sér farsæla samleið.Meira -
Látlaust veður í kortunum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 09.11.2025 kl. 08.45 oli@feykir.isEkki er annað að sjá í veðurspám en að skaplegt veður verðir ríkjandi á Norðurlandi vestra næstu vikuna. Alla jafna verður tíðindalítið veður en framan af viku er spáð norðaustanátt en þar sem hún lætur til sín taka má reikna með nokkrum vindi. Hiti verður í kringum frostmark.Meira -
Laufléttur leikur í Laugardalshöll
Það reyndist leikur kattarins að músinni þegar Tindastólsmenn mættu nýliðum Ármanns í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Ármenningar voru án stiga í Bónus deildinni fyrir leik og þeir virtust ekki hafa neina trú á að því að þeir gætu gert Króksurunum skráveifu. Gestirnir tóku rækilega völdin í fyrsta leikhluta og leiddu með 18 stigum að honum loknum. Þrátt fyrir eitt eða tvö áhlaup voru heimamenn aldrei nálægt því að ógna forystu Stólanna sem gáfu svo í á endasprettinum og unnu örugglega. Lokatölur 77-110.Meira -
Lækkun á gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar fyrir árið 2026
Á fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar sem haldinn var 24. október sl. var samþykkt að lækka gjaldskrá sorphirðu heimila um 4%. Að sögn Einars E. Einarssonar formanns nefndarinnar er lækkunin í raun meiri því inn í þetta kemur líka samningsbundin hækkun til Íslenska Gámafélagsins (ÍG), sem er áætluð um 5% á árinu 2026. Einnig hækkar urðunarkostnaður hjá Norðurá bs. um 4,3% á næsta ári. Raunlækkun sorphirðugjalda er því um 9% að sögn Einars.Meira
