Búist við brjáluðu stuði og geggjaðri stemmingu á menningarkvöldi NFNV
Menningarkvöld NFNV verður haldið þann 7. maí næstkomandi, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Í boði verða tónlistaratriði, Bodypaint, dragkeppni og margt, margt fleira. „Brjálað stuð og geggjuð stemming!“ segir á Facebook-síðu nemendafélagsins.
Þar kemur einnig fram að opin sjoppa verði á staðnum og að endingu eru allir hvattir til að nýta tækifærið og skella sér loksins á viðburð eftir langa pásu.
Miðar eru seldir við inngang og kostar 3000 kr. fyrir almenning en 2500 kr. fyrir framhalds- og grunnskólanema.
Hér má sjá skemmtilegt kynningarmyndband af viðburðinum.