Edda skipar fyrsta sæti G-listans

Í tilkynningu á Húnahorninu er greint frá því að G listinn – gerum þetta saman, býður fram lista í sveitarstjórnarkosningum í sameiginlegu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps en kosningarnar fara fram þann 14. maí nk. Það er Edda Brynleifsdóttir, atvinnurekandi og leikskólakennari, sem leiðir listann.
Sverrir Þór Sverrisson, bóndi, verktaki og sveitarstjórnarmaður, skipar annað sætið og Maríanna Þorgrímsdóttir, starfsmaður héraðsskjalasafns og bóndi, er í því þriðja.
Í tilkynningunn segir að listann skipi öflugt og skapandi fólk sem vill láta gott af sér leiða með samvinnu að leiðarljósi.
G listann skipa eftirtaldir:
- Edda Brynleifsdóttir, atvinnurekandi og leikskólakennari
- Sverrir Þór Sverrisson, bóndi, verktaki og sveitarstjórnarmaður
- Maríanna Þorgrímsdóttir, starfsmaður héraðsskjalasafns og bóndi
- Davíð Kr. Guðmundsson, framkvæmdastjóri
- Jenný Lind Gunnarsdóttir, sérkennslustjóri
- Guðmann Á. Halldórsson, bóndi og smíðanemi
- Borghildur Aðils, bóndi
- Þórður Á. Lúthersson, bifvélavirki
- Kamila Czyzynska, gjaldkeri
- Guðlaugur Torfi Sigurðsson, bifvélavirki
- Kristín Rós Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur
- Óskar Eyvindur Óskarsson, bóndi
- Jenný Rut Valsdóttir, sjúkraliði
- Daníel V. Stefánsson, leiðbeinandi í leikskóla
- Anna Margrét Arnardóttir, leik- og grunnskólakennari
- Hákon Pétur Þórsson, vélvirki
- Linda Carlsson, bóndi
- Jóhann Guðmundsson, bóndi