Ein af sex þjónustuskrifstofum VÍS verður á Króknum

VÍS hefur í samræmi við nýja framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki ákveðið að endurskipuleggja og einfalda fyrirkomulag þjónustu við viðskiptavini þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir. Í kjölfarið verða þjónustuskrifstofur VÍS víðs vegar um landið sameinaðar í sex öflugar þjónustuskrifstofur á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði og Reykjavík. Breytingarnar taka gildi 1. október næstkomandi.

Fréttablaðið.is greinir frá því að auk skrifstofanna sem verið er að sameina eða loka var VÍS með samninga með verktaka víða um land, svokallaða umboðsmenn og hefur þeim öllum verið sagt upp. Þeir eru staðsettir í Snæfellsbæ, Vopnafirði, Hvammstanga, Grundarfirði, Hellu, Fjallabyggð, Stykkishólmi, Patreksfirði, Hólmavík, Bolungarvík, Tálknafirði, Seyðisfirði og Borgarfirði Eystri.

Sigurbjörn Bogason, þjónustustjóri VÍS á Sauðárkróki, sagði í svari til Feykis að engar breytingar verði á starfsmannahaldi á Króknum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir