Fimm sóttu um starf sóknarprests í Þingeyrarklaustursprestakalli

Þingeyrakirkja. Mynd af Netinu.
Þingeyrakirkja. Mynd af Netinu.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, auglýsti fyrir nokkru eftir prestum í fjögur störf og rann umsóknarfrestur um þau út á miðnætti 24. janúar sl. og var eitt þeirra sóknarprestsstarf í Þingeyrarklaustursprestakalli. Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar kemur fram að fimm hafi sóst eftir því að þjóna Húnvetningum.

Störfin fjögur voru prestsstarf í Egilsstaðaprestakalli, sóknarprestsstarf í Víkurprestakalli, sóknarprestsstarf í Skálholtsprestakalli, og sóknarprestsstarf í Þingeyrarklaustursprestakalli.

Um starf sóknarprests í Þingeyrarklaustursprestakalli sóttu fimm:

Árni Þór Þórsson, mag. theol.
Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol.
Edda Hlíf Hlífarsdóttir, mag. theol.
Helga Bragadóttir, mag. theol.
Fimmti umsækjandinn óskaði nafnleyndar.

Um prestsstarf í Egilsstaðaprestakalli sóttu þrjú:

Árni Þór Þórsson, mag. theol.
Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol.
Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur

Töf hefur orðið á ferli auglýsingar eftir sóknarpresti í Skálholtsprestakall og Víkurprestakall og af þeim sökum greint síðar frá því síðar hverjir sóttu um þau störf. Valferli mun síðan fara fram samkvæmt starfsreglum um ráðningu í prestsstörf.

Fleiri fréttir