Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu auglýsir laust starf

Mynd:blonduos.is
Mynd:blonduos.is
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu óskar eftir að ráða starfsmann í samstarfi við Héraðsbókasafn Austur-Húnavatnssýslu. Um er að ræða fjölbreytt starf sem tengist að mestu skjalamálum og skjalavinnslu undir leiðsögn héraðsskjalavarðar, en einnig afgreiðslu á bókasafni.
 

Helstu verkefni:
● Umsjón með ljósmyndasafni og skráning ljósmynda.
● Frágangur og skráningu afhendinga.
● Umsjón með heimasíðu og félagsmiðlum skjalasafnsins.
● Undirbúningur og framkvæmd viðburða og kynninga á vegum skjalasafnsins.
● Afleysing í afgreiðslu á Héraðsbókasafni.

Hæfniskröfur:

● Menntun sem nýtist í starfi.
● Reynsla og þekking af skjalavörslu æskileg.
● Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum.
● Nákvæmni í vinnubrögðum.
● Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
● Góð almenn tölvukunnátta.

Um 50-70% starfshlutfall er að ræða og æskilegast að starfsmaður geti hafið störf ekki síðar en 1. apríl 2021. Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu er staðsett á Blönduósi og rekið af Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál. Skjalavörður er Svala Runólfsdóttir og svarar hún spurningum og tekur á móti umsóknum í tölvupósti skjalhun@blonduos.is

Umsóknarfrestur er til 8.febrúar 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir