Húnabraut 4 öll í eigu Ámundakinnar

Hluti hússins að Húnabraut 4. Mynd:FE
Hluti hússins að Húnabraut 4. Mynd:FE

Ámundakinn ehf. og Búrfjöll ehf. undirrituðu síðastliðinn sunnudag samning um kaup Ámundakinnar á hlut Búrfjalla í húsinu að Húnabraut 4 á Blönduósi. Um er að ræða rúmlega 500 fermetra verslunar- og iðnaðarhúsnæði auk tæplega 300 fermetra skemmu. Einnig fylgir allstórt afgirt geymslusvæði og lóð. Þar með hefur Ámundakinn eignast allt húsnæðið að Húnabraut 4. 

Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundakinnar, segir í samtali við Húna.is að markmiðið með kaupunum sé að greiða fyrir og vinna að því að myndast geti heilstætt verslunar- og þjónustusvæði á lóðinni, jafnvel einskonar „mini-moll“ áður en langt um líður. 

Jóhannes segir ennfremur að viðræður séu hafnar við aðila sem sýnt hafi svæðinu áhuga og vonist félagið eftir að á næstunni komi niðurstöður þeirra viðræðna í ljós. Auglýsir hann jafnframt eftir fleiri aðilum sem áhuga kynnu að hafa á að finna rekstri sínum samastað þarna eða stofna til nýs rekstrar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir