Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Líkt og undanfarin 16 ár býður  Húnahornið lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu og er biðlað til lesenda að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil á Húni.is.

Hver og einn getur sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefningarinnar. Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu getur verið einn einstaklingur eða hópur manna og völdu lesendur Húnahornsins Valdimar Guðmannsson sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2020.

Sjá nánar HÉR

Fleiri fréttir