Jólalag dagsins – Haltu utan um mig

Jæja þar sem 1. desember er mættur er komið að því að jólalögin fái spilun á Feyki.is. Við byrjum á Króksaranum Sverri Bergmann sem syngur glænýtt jólalag með Jóhönnu Guðrúnu en hún sendi frá sér plötu á dögunum sem ber heitið Jól með Jóhönnu.

„Jóhanna Guðrún hringdi í mig fyrr á árinu og spurði hvort ég væri til í dúett með henni og spurði ég þá á móti hvort ég mætti prófa að semja lagið. Eftir að símtalinu lauk rölti ég fram og settist við píanóið og lagið fæddist þar um leið. Mér þykir afar vænt um þetta lag og útkoman er frábær,“ skrifar Sverrir á Fésbók sína og bætir við að Davíð Sigurgeirsson, maður Jóhönnu, hafi svo bætt allri sinni gloríu við lagið: „Áður en ég vissi af skartaði það öllum heimsins hljóðfærum og gospelkór, þvílíka veislan!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir