Lionsklúbbur Blönduóss styrkir góð málefni

Lionsklúbbur Blönduóss úthlutaði nýlega styrkjum úr Styrktarsjóði Lionsklúbbsins á Blönduósi. Öllu fé styrktarsjóðsins er úthlutað til samfélagsverkefna og þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Sjóðurinn úthlutaði nú 250.000 kr. til Björgunarfélagsins Blöndu, 250.000 kr. til Orgelsjóðs Blönduóskirkju og 70.000 kr. til Félagsþjónustu A-Hún. „Björgunarfélagið er sífellt að bæta sinn tækjakost til að geta hjálpað fólki þegar í nauðir rekur og orgelið bætir menningarlíf héraðsbúa, ekki síst þegar við höfum jafn öflugan orgelleikara og Eyþór Franzson Wechner," segir Magnús Ólafsson á Facebooksíðu sinni í hugleiðingu um starf klúbbsins.
 
Á Þorláksmessu seldu 

klúbbmeðlimir blóm í Kjörbúðinni líkt og gert hefur verið undanfarna áratugi og rann allur ágóðiþeirrar sölu, eða 187.000, til Styrktarsjóðs Húnvetninga. Einnig fóru félagar í klúbbnum á Ellideildina í sjúkrahúsinu nú fyrir jólin eins og undanfarin ár, skreyttu þar og ræddu við fólkið sem þar býr. 

 

 

 

Fleiri fréttir