Markvissmenn á þjálfaranámskeiði

Team Markviss ásamt kennurum á námskeiðinu. Mynd: Markviss
Team Markviss ásamt kennurum á námskeiðinu. Mynd: Markviss

Dagana 17.-20. nóvember fór fram hér á landi þjálfaranámskeið í skammbyssu og riffilgreinum á vegum Skotíþróttasambands Íslands og Alþjóða skotíþróttasambandsins ISSF. 

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þeir Zeljko Todorovic landsliðsþjálfari Rússa og Goran Maksimovic fyrrverandi Ólympíumeistari og margfaldur evrópumeistari. Námskeiðið sem gilti til svokallaðra ISSF-D þjálfararéttinda stóð sem fyrr segir í 4 daga og lauk með prófi á sunnudeginum.

Skotfélagið Markviss átti tvo fulltrúa á námskeiðinu, þá Jón Brynjar Kristjánsson og Sigurð Jónasson. Skemmst er frá að segja að þér félagarnir stóðust prófið með sóma og bætast í þjálfarateymi Markviss en þar eru fyrir  þeir Brynjar Þór Guðmundsson og GuðmannJónasson sem eru með sömu réttindi til kennslu og þjálfunar í haglagreinum.

Fréttatilkynning

Fleiri fréttir