Ný vefsíða um sameiningarverkefni í Austur-Húnavatnssýslu

Í morgun opnaði ný vefsíða með upplýsingum um verkefnið Húnvetningur en markmið þess er að kanna hvaða áhrif sameining sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu muni hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Á vefsíðunni eru ýmsar upplýsingar sem gagnast íbúum við að meta hvort æskilegt sé að sveitarfélögin fjögur sameinist.

„Starfshópar, sem í sátu starfsmenn og kjörnir fulltrúar í sveitarfélögunum, hafa tekið saman minnisblöð um einstaka málaflokka sem lýsa núverandi stöðu og mögulegum breytingum ef til sameiningar kemur,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.

Vefsíðan hunvetningur.is tekur við að eldri vefsíðunni sameining.huni.is, en þar má finna eldri gögn. 

Boðað hefur verið til rafrænna íbúafunda miðvikudaginn 3. mars kl. 20:00-23:00 og laugardaginn 6. mars kl. 10:00-13:00 og haldnir í gegn um Zoom-fjarfundakerfið.

Á hinni nýju vefsíðu kemur fram að á íbúafundunum verði kynning á verkefninu, auk þess sem farið verður yfir afraksturinn af vinnu starfshópa sem fjallað hafa um stöðu málaflokka í starfsemi sveitarfélaganna. Í kjölfar kynningarinnar gefst svo íbúum færi á að ræða niðurstöðurnar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þær og sameiningu sveitarfélaganna almennt. 

Gert er ráð fyrir að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna þann 5. júní 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir