Nýr frisbígolfvöllur á Blönduósi vígður
Á fimmtudaginn verður frisbígolfvöllurinn á Blönduósi formlega vígður í Fagrahvammi en þá munu fulltrúar frá Frisbígolfþjónustu Akureyrar koma og kynna íþróttina, helstu grunnatriði, köst og leikreglur.
Kynningin hefst kl. 18:00. tekur tæpa klukkustund en af því loknu verður spilaður hringur á nýja vellinum. Kynningin er ókeypis og hægt verður að fá lánaða diska á staðnum, einnig verður Frisbígolfþjónustan með diska til sölu.
Á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að sveitarfélagið hafi gerst aðili að samning um heilsueflandi samfélag en markmiðið með því er að hafa heilsu íbúa í fyrirrúmi í öllum málaflokkum og er uppsetning frisbígolfvallar eitt skref í þeirri vinnu.