Öryggi skólalóðarinnar á Blönduósi aukið
Það er búið að auka öryggi á skólalóðinni á Blönduósi með því að setja nýja snyrtilega girðingu meðfram henni.
Á Húnahorninu segir að girðingin afmarki nú skólalóðina frá Húnabraut og Norðurlandsvegi (þjóðvegi 1) og umlykur þannig sparkvöllinn, ærslabelginn, rampana og leiksvæðið við skólann.