Rekstraröryggi hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar aukið

Borholuhús á Reykjum var endurnýjað og uppfært með nýjum búnaði og bættri hljóðvist. Mynd:Rarik.is
Borholuhús á Reykjum var endurnýjað og uppfært með nýjum búnaði og bættri hljóðvist. Mynd:Rarik.is

Undanfarin ár hefur verið unnið að viðbótar vatnsöflun á Reykjum við Húnavelli fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Lokið var við að bora fjórðu vinnsluholuna fyrr á þessu ári. Sú hola er 1.200 metra djúp og auk þess var eldri borhola endurfóðruð niður á 350 metra dýpi.

Í frétt á vef Rarik er greint frá því að við það tækifæri hafi verið skipt út hefðbundnum búnaði í holunni og í staðinn sett þekkt lausn úr olíuiðnaði þar sem mótor og dæla eru sambyggð á 300 metra dýpi. Með þessari lausn er hægt að fylgjast með ástandi holunar í rauntíma sem auðveldar og bætir eftirlit með auðlindinni. 

Þetta er í fyrsta skipti sem RARIK nýtir þessa tækni en hún er algeng erlendis og hefur áður verið nýtt hérlendis. Borholuhús á Reykjum hefur einnig verið endurnýjað og uppfært með nýjum búnaði og bættri hljóðvist og er öllum þessum aðgerðum ætlað að auka rekstraröryggi hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir