Reynir Katrínar sýnir í Húnabúð
Föstudaginn 18. febrúar milli klukkan 16 og 18 opnar örgallerí í Húnabúð á Blönduósi sem nefnist Gallerí Hún. Listamaðurinn Reynir Katrínar verður sá fyrsti sem sýnir myndlistaverk sín þar.
Í tilkynningu frá galleríinu segir að Reynir hafi haldið fjölmargar sýningar um ævina og er núna búsettur á Blönduósi þar sem hann vinnur við sína listsköpun. Á þessari sýningu eru olíumálverk unnin á striga og mahogny.
Reynir og Sigurlaug, eigandi Húnabúðar, munu bjóða gestum upp á nýbakaðar vöfflur og kaffi í tilefni opnunarinnar og eru allir hjartanlega velkomnir. Sýningin mun standa til 31. mars og vera opin á afgreiðslutíma Húnabúðar.