Ruslið burt á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
26.05.2017
kl. 14.53
Íbúar Skagastrandar eru hvattir til að taka til hendinni og taka til í nánasta umhverfi sínu á morgun, laugardaginn 27. maí. Á vef sveitarfélagsins er bent á það að vorið sé komið og þá sé við hæfi að fríska upp á það sem úrskeiðis hefur farið yfir veturinn. Endurvinnslustöðin tekur á móti úrgangi milli klukkan 13:00 og 17:00 og verður ekkert gjald tekið fyrir þann úrgang sem berst þennan dag.